Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Hönnunarforsendur og samræming veglýsingar í þéttbýli og dreifbýli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið gengur út á að skilgreina hönnunarforsendur veglýsingar í dreifbýli og þéttbýli. Felur það í sér endurskoðun á leiðbeiningum Vegagerðarinnar „Veglýsing utan þéttbýlis“ frá árinu 2009, með viðbótum vegna lýsingar á öllum þjóðvegum, utan sem innan þéttbýlis.

Tilgangur og markmið:

 

Mikilvægt er að vinna að samræmingu lýsingar hjá Vegagerðinni, þ.e. notkun á lömpum og staurum m.a. til að lágmarka kostnað og auðvelda endurnýjun og viðhald.

Markmiðið er að gefa út nýjar leiðbeiningar fyrir veglýsingu til að uppfylla þetta.