Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Leysingarvatn (og regn) af austurstraumi Breiðamerkurjökuls rennur við jökulbotn til Jökulsárlóns.  Með mælingum á afkomu Breiðamerkurjökuls fæst mat á heildarmagni leysingavatns frá jöklinum og með reiknilíkönum sem nýta gögn frá tveimur sjálfvirkum veðurstöðvum á jöklinum má meta hvernig afrennsli til lónsins dreifist með tíma. Mælingar á skriðhraða jökulsins inn í lónið og stöðu jaðarsins eru notaðar til að meta hve mikill jökulís brotnar af jöklinum og bráðnar í lóninu.  Með þessari rannsókn fæst mat á heildarmagni ferskvatns sem fellur til lónsins.  Einnig er fylgst með hraðri hörfun Breiðamerkurjökuls þar sem hann kelfir í Jökulsárlón og mat lagt á kelfingarhraða.  Rýrnun Breiðamerkurjökuls ræður miklu um landlyftingarhraða í nágrenni hans, rýrnun hans er metin eftir afkomumælingum og mismuni yfirborðskorta frá einum tíma til annars.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur þessarar rannsóknar er margþættur, hér eru nefnd þrjú atriði:

1. Leggja mat á  afrennsli frá Jökulsárlóni m.a. vegna hugmynda sem um að færa farveg Jökulsár.  Fyrstu hugmyndir um þetta verkefni komu frá Einari Hafliðasyni, þá yfirverkfræðingi hjá vegagerðinni.

2. Mat á afkomu Breiðamerkurjökuls ár frá ári og yfir lengri tímabil frá lokum litlu ísaldar.  Þessi gögn nýtast einnig til gerðar samtengdra reiknilíkana um veður, afkomu og hreyfingu jökla.  Slík samtengd líkön má nota til að skoða jöklunarsögu Breiðamerkurjökuls og einnig til að spá fyrir um þróun hans í næstu framtíð.   Allt þetta nýtist líka þeim sem stunda mælingar á viðbrögðum skorpu við breytingum í jökulfargi og þróun reiknilíkana um landlyftingu.

3. Gagnaöflun vegna rannsókna á eðli kelfingar íss og þróunar reiknilíkana sem lýsa henni