Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Notkun Coltrack við að gera malarvegi að bundu slitlagi á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Coltrack er aðferð sem hefur verið þróuð til að styrkja og binda malarvegi. Vonast er til þess að aðferðin sé ódýrari en þær aðferðir sem hafa verið notaðar á Íslandi til að byggja upp malarvegi og koma á þá bundnu slitlagi. En jafnframt lækki viðhaldskostnaður malarvega til lengri tíma, en í dag er töluverður kostnaður við heflun,ofaníburð og rykbindingu malarvega.

Notast er við sérstaka bikþeytu sem þarf að þróa meðfram rannsóknum á malarveginum. Því næst er mölinni úr efsta laginu af malarveginum hefluð upp og bikþeytu síðan sprautað út í nokkrum umferðum og blandað saman við mölina með hefli. Vegurinn er svo þjappaður, lagt út einfalt lag klæðingarefni (chipping) 11/16 mm  og svokallað "fogseal" sprautað yfir í lokin.  Bikþeytan í veginum er nokkurn tíma á eftir að byggja upp styrk.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að þróa aðferð sem hentar íslenskum malarvegum þannig að viðhaldsfé sparist.

Coltrack er aðferð sem hefur verið þróuð til að styrkja og binda malarvegi. Hún gerir veginn vatnsþéttan sem kemur í veg fyrir að vatn hripi niður í undirlagið og að vegurinn tapi eiginleikum sínum. Vonast er til þess að aðferðin verði ný leið til að gera malarvegi að bundu slitlagi, með ódýrari hætti en áður hefur verið gert á Íslandi. Hluti af rannsókninni er að komast að því hvort Coltrack aðferðin verði ódýrari kostur heldur en að halda malarvegum í góðu standi, eins og gert er í dag. En því fylgir mikill kostnaður að hefla mest keyrðu malarvegi landsins oft á ári til að halda þeim í góðu ásigkomulagi.

Nauðsynlegt er að aðlaga bikþeytuna að þeim malarvegi sem áætlað er að vinna með. Það er nauðsynlegt því eðli steinefna getur verið mismunandi eftir svæðum. Einnig þarf að taka tillit til umferðar og umhverfis. Þessi rannsókn stefnir að því að aðlaga bikþeytu að möl á íslenskum vegi ásamt því að sjá hvort þessi aðferð sé nothæf á Íslandi. Markmiðið er því að malarvegur verði bundinn og þurfi ekki frekara viðhald eins og heflun og rykbindingu í nokkur ár á eftir.

Það sem er sérstakt við Coltrack er byrjað er að hefla upp 5-10 cm af veginum síðan er bikþeytu sprautað í nokkrum lögum og henni blandað saman við mölina úr veginum. Síðan er valtari notaður til að þjappa veginn og að lokum er klæðing lögð yfir. Bikþeytan sem er notuð er einstök þar sem hún er sérstaklega gerð fyrir þessa aðferð og inniheldur hlutfallslega lítið af biki og brotnar hægt.