Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Almenningssamgöngur á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Hjólafærni á Íslandi hefur um árabil gefið út kort og vefsíðuna www.publictransport.is fyrir allar opnar skipulagðar samgöngur í landinu; þ.e. samgöngur með fasta brottfarartíma, burtséð frá fjölda farþega og öllum opnar. Kort og vefur sem miðlar allri slíkri þjónustu fyrir innanlands umferð er fyrst og fremst almenningi, neytendum og náttúrunni til góðs. Upplýsingarnar ná yfir:

·        Allar áætlunarferðir í rútum/strætó

·        Allar áætlunarferðir ferja

·        Allar áætlunarferðir með flugi

Á kortinu eru aðgengilegar upplýsingar um hverjir þjónusta hvert, símanúmer og vefsíður

Tilgangur og markmið:

 

Publictransport.is eða almenningssamgöngur.is er heildarmynd sem sýnir á einum stað allar mögulegar skipulagðar samgönguleiðir með rútu, ferjum og flugi sem boðnar eru almenningi. Viðmið þessara samgangna er að þær eru í boði án leiðsagnar og farnar óháð fjölda farþega.

Fyrir ferðaþjónustuna í landinu er þessi útgáfa afar mikilvæg. Hún myndi líka styðja sjálfbæra og umhverfisvænni ferðaþjónustu og þá um leið styðja Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í Loftslagsmálum og Parísarsamkomulagið.

Á hverju er kortið uppfært og endurútgefið.

Þetta er rannsóknarvinna, samningagerð, teiknivinna, prentun og dreifing.

Árlega þarf að semja við alla þá rétt um 25 aðila sem eiga þjónustuaðild að kortinu. Á hverju ári eru nokkrir aðilar sem ekki leggja útgáfunni lið, einkum minni aðilar sem eru með samning um þjónustu við Vegagerðina eins og t.d. ferjan frá Dalvík í Grímsey auk þess sem erfitt hefur verið að semja við þjónustuaðila á Vestfjörðum. 

Kortið og vefurinn www.publictransport.is er öllum opið til endurbirtingar og notkunar

Kortið 2019 verður prentað í stærðinni A-3 og A-4, plastað og dreift til upphengingar um allt land. Einnig verður kortamyndin prentuð í 40.000 eintökum á A-4, brotið í túristabrot og dreift um allt land með Bæklingadreifingunni á tímabilinu 1. júní til ágústloka 2019.

Það verður birt í 55.000 eintökum í ferðabæklingnum Áningu og 100.000 eintökum í „Á ferð um Ísland“. Notendur verða hvattir til að hala niður pdf mynd af kortinu.