Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Rannsóknir á snjóflóðum ofan Flateyrarvegar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Flateyrarvegur liggur neðan við þekktar snjóflóðahlíðar og eru snjóflóð út á veg tiltölulega algeng. Í þessu verkefni verður farið yfir þær skráningar sem til eru um snjóflóð ofan Flateyrarvegar. Veðuraðdragandi snjóflóða verður skoðaður og tölfræðigreining gerð á sambandi snjóflóða og veðurs. Einnig verður settur upp síritandi snjómælir, SM4, sem mælir snjódýpt og hitasnið í snjó. Niðurstöður verkefnisins verða nýttar til þess að gera daglega snjóflóðaspá fyrir veginn. 

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að gera nauðsynlegar bakgrunnsrannsóknir til þess að hægt sé að meta snjóflóðahættu á Flateyrarvegi. Til stendur að snjóflóðavakt Veðurstofunnar bæti Flateyrarvegi í safn þeirra vega þar sem gerð er regluleg snjóflóðaspá. Gerð verður skýrsla um veðuraðdraganda snjóflóða ofan Flateyrarvegar sem nýtist sem vinnuplagg fyrir þá sem gera snjóflóðaspá. Einnig verður settur upp síritandi snjómælir sem er nauðsynlegur til þess að hægt sé að fá vísbendingar um snjósöfnun í upptakasvæði. Einnig gefa gögn úr mælinum vísbendingu t.d. um þróun veikra laga og hættu á votum flóðum.