• Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2017

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2018

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 2. nóvember 2018.

Þetta er sautjánda ráðstefnan, en ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Vegagerðin vinnur að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri og hvetur þátttakendur til huga að lágmörkun umhverfisáhrifa, svo sem með notum á vistvænum ferðamáta til og frá ráðstefnunni og taka þátt í úrgangsflokkun á staðnum.

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna á vefnum, frestur til að skrá sig er til og með 31. október 2018.

Þátttökugjald er 16.000 krónur og 4.500 krónur fyrir nema og eftirlaunaþega.

Dagskrá ráðstefnunnar:

08:00-09:00Skráning
09:00-09:15Setning
09:15-09:30Grímsvatnahlaup, vatnsgeymir, upphaf og rennsli, Finnur Pálsson (HÍ)
09:30-09:45Lágsvæði – viðmiðunarreglur fyrir landhæð,  Kjartan Elíasson og Sigurður Sigurðarson (Vegagerðin)
09:45-10:00Sveigjanleg og aðlögunarhæf skipulagsgerð fyrir hafnir (Flexible and adaptive port master planning), Majid Eskafi (HÍ) [Erindið verður flutt á ensku]
10:00-10:15Samanburður á viðloðun íslensks basalts og sænsks graníts með sænskri bikþeytu, Björk Úlfarsdóttir (Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas)
10:15-10:45Kaffi
10:45-11:00Tæring á hægtryðgandi stáli / Tæring málma í andrúmslofti, Baldvin Einarsson (Efla)
11:00-11:15Tjónagreining á brúnni yfir Steinavötn í Suðursveit, Halldór Bogason (Verkís)
11:15-11:30Erlendir ferðamenn á þjóðvegunum 2016-2018, Rögnvaldur Guðmundsson (Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar)
11:30-11:45Borgarlína og umferðaröryggi, Svanhildur Jónsdóttir (VSÓ)
11:45-12:00Umræður og fyrirspurnir
12:00-13:00Matur
13:00-13:15Sandfok og umferðaröryggi, Esther Hlíðar Jensen (Veðurstofan)
13:15-13:30Almenningssamgöngur - hvaða þættir skipta máli á höfuðborgarsvæðinu, Daði Baldur Ottósson (Efla)
13:30-13:45Almenningssamgöngur á landsvísu - Núverandi staða, ávinningur af nýtingu og þróunarmöguleikar, Sólrún Svava Skúladóttir (Efla)
13:45-14:00Öryggi farþega í hópbifreiðum, Smári Ólafsson (VSÓ)
14:00-14:15Ferðamannaútskot við hringveginn - Suðurland, Auður Andrésdóttir (Mannvit)
14:15-14:30Vegvísun að ferðamannastöðum - brúnskilti, Ólöf Kristjánsdóttir (Mannvit)
14:30-14:45Umræður og fyrirspurnir
14:45-15:15Kaffi
15:15-15:30Umhverfis- og samfélagslegur ávinningur íslenskra orkujurta, Sandra Rán Ásgrímsdóttir (Mannvit) og Jón Bernódusson (Samgöngustofa)
15:30-15:45Þjóðhagsleg hagkvæmni flutninga á ferskum fiski, Jónas Hlynur Hallgrímsson (Efla)
15:45-16:00Plastúrgangur nýttur í vegagerð á Íslandi - umhverfismat, Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir (ReSource International)
16:00-16:15Kortlagning hávaða með CNOSSOS-EU, Ólafur Hafstein Pjetursson (Trivium)
16:15-16:30Travel modes, GHG emissions and spatial distribution of daily travel in the Capital Region, Áróra Arnarsdóttir, Michał Czepkiewicz, Jukka Heinonen (HÍ).
16:30-16:45Samgöngur og jafnrétti: hvernig er staða kvenna innan samgöngugeirans?, Lilja Guðríður Karlsdóttir (Viaplan)
16:45-17:00Umræður og fyrirspurnir
17:00 -Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði Vegagerðarinnar