Umferðarþjónusta - Tilkynning - 9.2.2018

Ingibjörg Daníelsdóttir 2018-02-09 22:06

Sími 1777 lokaður yfir nóttina - munið færðarkortið

Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá kl. 7:30 á morgnana til kl. 22.00 á kvöldin. Vegir í næsta nágrenni við Höfuðborgarsvæðið eru þjónustaðir allan sólarhringinn og færð á þeim uppfærist á færðarkortinu yfir nóttina.

Frá veðurfræðingi 9. feb. kl. 10:00

Litur: Gulur

Í nótt hvessir og með hríðarveðri og takmörkuðu skyggni frá Eyjafjöllum austur á Austfirði.  Á Suðurlandi og í Borgarfirði, snjófjúk og blint undir morgun. Við birtingu í fyrramálið vaxandi vindur, skafrenningur og snjór eða él í flestum landshlutum.

Óveðurstímar og hugsanlegar lokanir  9. - 11. febrúar

Í kvöld og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir, og þjónusta takmörkuð þess vegna.  Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt.  Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér:  Lokanir 9. - 11.-feb.-2018

Færð og aðstæður

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og á flestum vegum á Suðurlandi. Hálkublettir eru einnig á Höfuðborgarsvæðinu.

Hálka er á  Vesturlandi, Vestfjörðum og vestast á Norðurlandi, raunar sums staðar snjóþekja. En í Skagafirði og þar fyrir austan er mikið autt. Hálka er þó m.a. á Öxnadalsheiði og í Öxnadal.

Á Austurlandi er mikið autt eða aðeins í hálkublettum. Hálka er á Fjarðarheiði og eins með suðausturströndinni.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla. 

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.