Umferðarþjónusta - Tilkynning - 6.12.2018

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2018-12-06 17:50


Færð og aðstæður 

Vesturland: Hálka eða snjóþekja á flestum fjallvegum og skafrenningur.

Vestfirðir: Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði og ófært yfir Dynjandisheiði.

Norðurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum. Skafrenningur er á Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði.

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja er á vegum og skafrenningur víðast hvar og blint. Dettifossvegur er lokaður. 

Austurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum. Ófært er á Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði er lokuð. Einnig er lokað um Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Víðast hvar greiðfært en þó nokkur vindur.

Suðurland: Víðast hvar greiðfært.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Framkvæmdir standa yfir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa lónsins. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.