Umferðarþjónusta - Tilkynning - 6.12.2018

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2018-12-06 15:35

Lokað

Þjóðvegur 1 milli Núpsstaðar og Jökulsárlóns er lokaður en búið er að opna milli Hvolsvallar og Víkur. Veginum yfir Fjarðarheiði hefur nú einnig verið lokað.

Ábending frá veðurfræðingi

6. des. kl. 07:15   Gul viðvörun

Enn er að bæta í vind með suðurströndinni og nær hann hámarki með morgninum og undir hádegi. Undir Eyjafjöllum meðalvindur allt að 25 m/s og hviður 40 m/s.  Svipað í Öræfum við Sandfell og lægir ekki að gagni fyrr en eftir 15-16 í dag. 

Færð og aðstæður 

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum.

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á flestum vegum. Skafrenningur á fjallvegum. Dynjandisheiði er ófær.

Norðurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á öllum leiðum. Skafrenningur er á Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði.

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja er á vegum og skafrenningur víðast hvar og blint. Ófært er yfir Vatnsskarð eystra og Dettifossvegur er lokaður. 

Austurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum. Fjarðarheiði hefur nú verið lokað. Einnig er lokað um Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Víðast hvar greiðfært en mikill vindur. Þjóðvegi 1 í Öræfum hefur verið lokað milli Núpsstaða og Jökulsárlóns.

Suðurland: Víðast hvar greiðfært en nokkuð hvasst.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Framkvæmdir standa yfir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa lónsins. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.