Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.9.2017

Magnús Ingi Jónsson 2017-09-24 0:40

Umferðartafir á Sæbraut

Umferðartafir verða á Sæbraut sunnudaginn 24. september frá kl. 21:00 og fram eftir nóttu. Unnið verður að kvikmyndatöku á kaflanum frá Klettagörðum að Höfða til vesturs. Lögreglan verður á staðnum og stýrir umferð. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi. 

Framkvæmdir


Í dag og næstu daga verður unnið við að setja niður búfjárræsi á Laugarvatnsvegi (37) við bæinn Miðhús.

Búast má við miklum umferðartöfum á Kringlumýrarbraut dagana 12-26 september þegar Veitur endurnýja stofnlögn kalds vatns frá lokahúsinu við Stigahlíð 33a. sjá nánar hér

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Þjóðbraut lokuð ofan Smiðjuvalla

Vegna framkvæmda er Þjóðbraut nú lokuð ofan Smiðjuvalla. Eðlileg umferð er á hringtorgi við Aðalgötu. Hjáleið er um Smiðjuvelli og Aðalgötu, eða Grænásveg. Verklok eru áætluð 10. október. 

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Borgarfjarðarbrú

Nú er unnið að lokaáfanga gólfviðgerðar á Borgarfjarðarbrú. Umferð er stýrt með ljósum. Verkinu á að ljúka 14. nóvember.

Vaðlaheiðarvegur

Vaðlaheiðarvegur 832 er opinn að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga. Því er veginum lokað við Ytra Nesgil og öll umferð upp úr Fnjóskadal er bönnuð.

Hálendiskort

Sjá hér