Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.6.2018

Ingibjörg Daníelsdóttir 2018-06-24 14:54

Aðvörun frá veðurfræðingi

Litur: Gulur

Full ástæða til að hafa varann á vegna vinds einkum A-lands í nótt og framan af morgundeginum.  Við Kvísker og á Breiðamerkursandi má búast við hviðum 40-45 m/s og með grjótflugi frá því kl. 3 og til um kl. 8.  Sandfok á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í fyrramálið og fram yfir miðjan dag. Einnig inni á hálendinu. Eins stormur og varasamir byljir NA- og A-lands og verður líklega í hámarki á milli kl. 7 og 10.  Sérstaklega er varað við streng í VNV-áttinni á Vatnsskarði eystra.  

Malbikun

Verið er að malbika Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði, milli hringtorgs og Vestfjarðavegar (60). Búast má við lítilsháttar umferðartöfum fram yfir helgi. - Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Lokanir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður yfir nóttina virka daga, frá miðnætti  til kl. 7:00. - Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með megninu af júní. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Hálendisvegir

Hálendisvegir eru óðum að opnast en engu að síður er enn akstursbann á allmörgum hálendisvegum og slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Rétt er að ítreka að það er lögbrot að fara inn á veg sem merktur er með skiltinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.