Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.4.2018

Jón Hálfdán Jónasson 2018-04-24 18:44

Færð og aðstæður

Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi eru hálkublettir á fáeinum fjallvegum. 

Sumarvegir eru flestir ófærir og þar er sums staðar akstursbann vegna hættu á skemmdum.

Framkvæmdir

Í dag, þriðjudaginn 24. apríl, frá kl. 10.00 og fram eftir degi verður unnið við viðgerðir á Vesturlandsvegi, á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. Þrengt verður að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þarf á meðan framkvæmdum stendur.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng verða lokuð yfir nóttina þessa viku, vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni fram á föstudagsmorgun.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Sjá nánar hér.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.