Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.11.2017

Ingibjörg Daníelsdóttir 2017-11-24 6:38

Um veður

Litur appelsínugulur

Enn lítur út fyrir vonskuveður í dag um stóran hluta landsins.

Lokanir

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar. - Holtavörðuheiði er enn lokuð.

Á Vestfjörðum er vegur lokaður um Klettsháls og um Súðavíkurhlíð.

Lokað er um Ólafsfjarðarmúla, Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.

Fjarðarheiði er lokuð.

Færð og aðstæður

Það er hálka víða á Suðurlandi og við Faxaflóa. Annars er víðast verið að kanna færð og aðstæður, og opna eða hreinsa vegi þar sem það er fýsilegt.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og verður næstu vikurnar. Vegna þessa verður vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða aukin til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.