Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.11.2017

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2017-11-23 21:54

Ábending frá veðurfræðingi 23. nóv. kl. 15.40

Litur appelsínugulur

Ofankoma og mjög lítið skyggni í kvöld, nótt og fyrramálið frá Vestfjörðum austur á miðja Austfirði.  Það hvessir enn frekar á Austurlandi í kvöld og þar má reikna með 20-25 m/s í meðalvindi.  Sunnan Vatnajökuls hvessir aftur með kvöldinu og með hviðum 40-45 m/s einkum frá Breiðamerkursandi og austur á Austfirði.  Eins allt að 35 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.  Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestantil þegar líður á morgundaginn.

Áætlaðar lokanir vega vegna veðurs

Suðausturland: Enn er einhver hætta á að vegurinn sunnan Vatnajökuls loki í kvöld.  Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki undir Eyjafjöllum í kvöld. Vestfirðir, Norðurland og Austurland:  Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.

Lokun

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.

Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg. Súðavíkurhlíð verður lokað kl 22.00 vegna snjóflóðahættu.

Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.

Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.

Fjarðarheiði er lokuð.

Færð og aðstæður

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur á fjallvegum.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum.  Þungfært er í Ísafjarðardjúpi og á Þröskuldum. 

Það er víða snjóþekja eða þæfingur á Norðurlandi og stórhríð. Ófært er um Vatnsskarð og á Siglufjarðarvegi.

Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð. Þungfært er á Fagradal.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og verður næstu vikurnar. Vegna þessa verður vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða aukin til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.