Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.11.2017

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2017-11-23 16:43

Ábending frá veðurfræðingi 23. nóv. kl. 15.40

Litur appelsínugulur

Ofankoma og mjög lítið skyggni í kvöld, nótt og fyrramálið frá Vestfjörðum austur á miðja Austfirði.  Það hvessir enn frekar á Austurlandi í kvöld og þar má reikna með 20-25 m/s í meðalvindi.  Sunnan Vatnajökuls hvessir aftur með kvöldinu og með hviðum 40-45 m/s einkum frá Breiðamerkursandi og austur á Austfirði.  Eins allt að 35 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.  Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestantil þegar líður á morgundaginn. 

Áætlaðar lokanir vega vegna veðurs

Suðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag.  Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag. Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns og Möðrudalsöræfi eru lokuð og ekki búist við að þar opni í dag. Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.

Lokun

Holtavörðuheiði er lokuð og ekki búist við að hún opni í bráð, hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal. Búið er að loka Fjarðarheiði og Hófaskarði. Mývatns og Möðrudalsöræfi eru lokuð.

 Ath ! Vegur 60 lokaður við Geiradalsá - hjáleið um vetrarveg.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.

Mjög hvasst og blint á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Færð og aðstæður

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum.  Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.  Þungfært er á Klettshálsi og mjög slæmt veður.
Á Norðurlandi er víða snjóþekja eða þæfingur. Ófært er um Siglufjarðarveg.
Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og víða stórhríð.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og verður næstu vikurnar. Vegna þessa verður vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða aukin til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.