Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.4.2018

Magnús Ingi Jónsson 2018-04-22 21:23

Frá veðurfræðingi

Litur: Gulur

Vakin er athygli á því að í kvöld og nótt má reikna með snjókomu eða éljum á fjallvegum norðaustan- og austanlands.  Með þessu verður allhvöss N-átt og jafnvel skafrenningur s.s. á Fagradal og Fjarðarheiði í fyrramálið.  

Færð og aðstæður

Vegir um sunnan-, vestan-, og norðanvert landið eru greiðfærir. Hálkublettir eru á Hófaskarði, Mývatnsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði eystra, Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði, auk þess sem snjóþekja er á Öxi.

Sumarvegir eru flestir ófærir og þar er sums staðar akstursbann vegna hættu á skemmdum. 

Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng verða lokuð yfir nóttina í þessari viku, vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni, frá því í kvöld og fram á föstudagsmorgun.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Sjá nánar hér.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.