Umferðarþjónusta - Tilkynning - 21.1.2018

Sveinfríður Högnadóttir 2018-01-21 6:32

Ábendingar frá veðurfræðingi, 20. jan kl 15.30

Litur: Gulur

Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi.  Í Mýrdal snjóar um kl. 9.00, en hlánar. Undir Eyjafjöllum A-stormur og hviður allt að 35-40 m/s frá  um kl. 17.00. Hvassast í kvöld.  Í Öræfum við Sandfell verða hviður frá kl. 15.00.   

Vegfarendur athugið

Veður­stof­an hef­ur gefið út gula viðvör­un í dag á Suður­landi og Suðvest­ur­landi. Gert er ráð fyr­ir staðbundnu óveðri með aust­an 23-28 m/​s meðal­vindi und­ir Eyja­fjöll­um, sunn­an Mýr­dals­jök­uls og að Öræf­um. Þá er gert ráð fyr­ir snjó­komu eða slyddu með köfl­um og mjög erfiðum akst­urs­skil­yrðum. Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna þessa. Tímabilið sem um ræðir er frá kl. 15:00 í dag 21.janúar fram til kl. 20:00 á mánudeginum 22. janúar.

Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur

 B: Óvissustigi vegna snjóflóðahættu er lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Færð og aðstæður

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á  vegum.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en þæfingsfærð er á Fróðárheiði og þungfært á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Það er hálka, snjóþekja og þæfingsfærð á vegum í Norðurlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Dettifossvegur er lokaður.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.

Hálkublettir eru með suðausturströndinni en greiðfært á nokkrum köflum.

Tjörublæðingar

Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.