Umferðarþjónusta - Tilkynning - 19.4.2018

Ingibjörg Daníelsdóttir 2018-04-19 16:31

Færð og aðstæður

Greiðfært er í öllum landshlutum á þeim vegum sem á annað borð eru opnir á þessum árstíma en sumarvegir eru flestir ófærir og þar er sums staðar akstursbann vegna hættu á skemmdum.  Eins er akstursbann á Dettifossvegi vegna vatnselgs og aurbleytu við fossinn.

Varað er við hreindýrum við veg rétt austan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.

Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku, vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranótt föstudags 27. apríl - þ.e. yfir nóttina frá sunnudagskvöldi fram á föstudagsmorgun.

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og áætlað er að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Sjá nánar hér.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.