Umferðarþjónusta - Tilkynning - 18.2.2018

Sveinfríður Högnadóttir 2018-02-18 18:02

Óvissustig

Óvissustig hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 

Ábendingar frá veðurfræðingi, sunnudagur kl. 11.00

Hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Austan 15 - 23 m/s og vindhviður að 35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, einkum frá kl. 19.00 til kl. 02.00. Rigning á láglendi frá því um kl. 18.00 og fram undir morgun. Talsverð rigning suðaustanlands í dag og á Austfjörðum í kvöld og fram eftir morgni.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og víða á Reykjanesinu. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálka eða snjóþekja er á Suður- og Suðvesturlandi og töluverður skafrenningur. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn einnig er þæfingsfærð á Suðurstrandarvegi við Krýsuvík en ófært á Krýsuvíkurvegi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Skafrenningur er á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Klettsháls, Kleifaheiði og Hálfdán.

Það er víða orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á nokkrum á útvegum og hálkublettir á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Norðausturlandi en greiðfært er í Eyjafirði.

Á Austur- og Suðausturlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja eða krapi. Mjög hvasst er við Vík og undir Eyjafjöllum.

Ófært

Ófært er nyrst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar flæðir vatn yfir veg.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.