Umferðarþjónusta - Tilkynning - 18.11.2018

Magnús Ingi Jónsson 2018-11-18 16:27

Færð og aðstæður

Landið allt:  Vegir eru auðir um allt land en krapi er á veginum norður í Árneshrepp. 

Vestfirðir: Hófsá í grennd við Mjólkárvirkjun flæðir yfir veg og þar þarf að fara með gát en vegurinn er fær. Krapi er á veginum norður í Árneshrepp.

Vinna og tafir við Svínafellsá í Öræfum

Vinna við brúna á Svínafellsá liggur niðri fram yfir helgi en engu að síður er nauðsynlegt að lækka umferðarhraða á vinnusvæðinu í 50 km/klst. Þegar vinna hefst aftur í næstu viku má búast við talsverðum töfum, frá því um hádegi á mánudag og fram eftir vikunni, en umferð verður stýrt með ljósum.

Þungatakmarkanir á Bíldudalsvegi (63)

Ásþungi er takmarkaður við 7 tonn á Bíldudalsvegi ( 63) frá Hvassanesflugvelli ađ Helluskarði (gatnamót Vestfjarðavegar (60) og Bíldudalsvegar).

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Framkvæmdir standa yfir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa Lónsins. Verið er að breikka veginn og þarf á hluta framkvæmdatímans að mjókka hann töluvert. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.

Framkvæmdir á Esjumelum

Verið er að byggja hringtorg á Esjumelum við Norðurgrafarveg og auk þess er unnið þar að undirgöngum fyrir gangandi ásamt tilheyrandi  vega- og stígagerð. Umferð um Vesturlandsveg er beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst.