Umferðarþjónusta - Tilkynning - 17.10.2018

Sveinfríður Högnadóttir 2018-10-17 15:25

Færð

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði, Vatnsskarði og á Þverárfjalli.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði.

Vinna á Kringlumýrarbraut

Unnið er í dag, miðvikudaginn 17. okt frá kl.11:00 og fram eftir degi, við að endurnýja girðingar á miðeyju á Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar til norðurs. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Vinna við Hvalfjarðargöng

Verið er að fjarlægja litlu gjaldskýlin norðan við Hvalfjarðargöng og mun sú vinna standa yfir næstu daga. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 30 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Þungatakmarkanir við Hrafnsgerðisá á Upphéraðsvegi

Vegna framkvæmda eru sérstakar þungatakmarkanir á Upphéraðsvegi (931) og heildarþungi miðaður við 4 tonn á ræsi yfir Hrafnsgerðisá við Droplaugarstaði út október.

Framkvæmdir á Grindavíkurveg

Verið er að breikka og endurbæta Grindavíkurveg á tveimur aðskildum 2 km köflum. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.

Framkvæmdir á Esjumelum

Verið er að byggja hringtorg á Esjumelum við Norðurgrafarveg og auk þess er unnið þar að undirgöngum fyrir gangandi ásamt tilheyrandi  vega- og stígagerð. Umferð um Vesturlandsveg er beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) er lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361). Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Hálendi

Vegir eru víða orðnir ófærir á hálendinu en engin þjónusta er á hálendisvegum á þessum árstíma og færð þar er ekki könnuð. Vegfarendur eru beðnir að hafa það í huga áður en farið er inn á hálendið.