Umferðarþjónusta - Tilkynning - 16.1.2018

Ingibjörg Daníelsdóttir 2018-01-16 14:44

Ábendingar frá veðurfræðingi 16. jan kl: 07:00

Litur Gulur

Hríðarbakki með hvössum NV vindi fer yfir Vestfirði og verður hvað verst nærri hádegi með skafrenningi, snjókomu og litlu skyggni.  Ekki síður á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um stund.  Eins snjóar vestantil á Norðurlandi, en þar hægari vindur, en sums staðar lélegt skyggni um eftirmiðdaginn, s.s. á Holtavörðuheiði.  Á Suðurnesjum og við innanverðan Faxaflóa verður hvasst um tíma síðdegis með snjókomu eða éljum og skafrenningi . Á  Hellisheiði verða 15-20 m/s  á milli kl.15 og 18 og mjög blint um tíma.

Lokanir

Mosfellsheiði er lokuð. Þar er blint og umferðaröngþveiti.

Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs.

Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Færð og aðstæður

Það er hálka eða hálkublettir og skafrenningur á velflestum vegum á Suður- Suðvesturlandi.

Vesturland: Hálka, snjóþekja og skafrenningur mjög víða. Þæfingur er á Svínadal.

Vestfirðir: Víða þungfært eða ófært, strekkingsvindur, ofanhríð og blint.

Norðurland: Hríðarveður og hálka og snjóþekja á flestum vegum.

Austurland: Greiðfært á láglendi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum.  Breiðdalsheiði og Öxi eru opnar.

Suðausturland: Greiðfært suður í Öræfi en sums staðar nokkur hálka þaðan.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.