Umferðarþjónusta - Tilkynning - 15.8.2018

Kristinn Jónsson 2018-08-15 18:40

Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss (1)

Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð og reiknað er með að hún verði lokuð út vikuna. Umferð er beint um Óseyrarbrú (34) og Þrengsli (39). Gangandi vegfarendur komast þó um Ölfusárbrú. Sjá nánar hér

Tafir í Borgarfirði

Vegavinna er á kaflanum frá Borgarnesi að Baulu. Umferðarstýring verður á svæðinu og reikna má með töfum í 5 mínútur í senn. Áætlað er vinnan standi til kl. 19:00

Lokun á Hellisheiði (malbikun í Kömbunum)

Lokað er á Hellisheiði í dag  miðvikudaginn15.08 til miðnættis og verður allri umferð beint um Þrengslaveg (39). Á morgun fimmtudaginn 16.08 verður einnig lokað frá klukkan 7 til miðnættis.

Malbikun á Hafnarfjarðarvegi

Á morgun 16 ágúst er stefnt á að malbika Hafnarfjarðarvegi  milli Lyngáss og Engidals, báðar akreinar til suðurs í átt að Hafnarfirði og eina akrein til norðurs í átt til Reykjavíkur. Malbikuð er ein akrein í einu . Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 16:00


Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.