Umferðarþjónusta - Tilkynning - 15.10.2018

Ingibjörg Daníelsdóttir 2018-10-15 18:01

Færð

Á Vestfjörðum er hálka á Hálfdáni og Dynjandisheiði. Hálkublettir eru á Mikladal og á Steingrímsfjarðarheiði. 

Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Dettifossvegi.

Vinna við Hvalfjarðargöng

Í fyrramálið, þriðjudaginn 16. okt. kl.05:00, verður byrjað að fjarlægja litlu gjaldskýlin norðan við Hvalfjarðargöng og mun sú vinna standa yfir næstu daga. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 30 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Þungatakmarkanir við Hrafnsgerðisá á Upphéraðsvegi

Vegna framkvæmda eru sérstakar þungatakmarkanir á Upphéraðsvegi (931) og heildarþungi miðaður við 4 tonn á ræsi yfir Hrafnsgerðisá við Droplaugarstaði út október.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Unnið er að breikkun og endurbótum á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum 2 km köflum. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Áætluð verklok eru í árslok 2018 

Framkvæmdir á Esjumelum

Verið er að byggja hringtorg á Esjumelum við Norðurgrafarveg og auk þess er unnið þar að undirgöngum fyrir gangandi ásamt tilheyrandi  vega- og stígagerð. Umferð um Vesturlandsveg er beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Hálendi

Vegir eru víða orðnir ófærir á hálendinu en engin þjónusta er á hálendisvegum á þessum árstíma og færð þar er ekki könnuð. Vegfarendur eru beðnir að hafa það í huga áður en farið er inn á hálendið.