Umferðarþjónusta - Tilkynning - 13.9.2017

Kolbrún Benediksdóttir 2017-09-13 15:41

Framkvæmdir á Reykjanesbraut

Malbik verður lagt á hringtorg við Aðalgötu fimmtudaginn 14. september. Umferð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður þá beint um hjáleið niður Garðveg og Heiðarberg inn á Hringbraut. Þaðan geta vegfarendur komist á ný inn á Reykjanesbraut um Grænásbraut eða Fitjar. Umferð um Reykjanesbraut verður á vestari helmingi hringtorgsins framan af degi, en færist svo á þann eystri. Þá opnast jafnframt fyrir umferð um Aðalgötu. Engin breyting verður við Þjóðbraut að svo stöddu.

Ábendingar frá veðurfræðingi

Smámsaman hvessir af norðri og norðvestri um landið austanvert. Eftir kl. 15 má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s suðaustanlands, einkum austan Hornafjarðar í Lóni og í Hamarsfirði.  Allt að 35-40 m/s í kvöld og fram á morgundaginn.

Framkvæmdir

Á morgun fimmtudag 14 september er stefnt að því að malbika á Hringvegi 1 í Borgarnesi (Borgarbraut) við Sandvík  á 200m kafla báðar akreinar, unnið er á einni akrein í einu, lokað er með umferðarstýringu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum á meðan á framkvæmd stendur.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 09:00 og 16:00.

Búast má við miklum umferðartöfum á Kringlumýrarbraut dagana 12-26 september þegar Veitur endurnýja stofnlögn kalds vatns frá lokahúsið við Stigahlíð 33a. sjá nánar hér

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Borgarfjarðarbrú

Nú er unnið að lokaáfanga gólfviðgerðar á Borgarfjarðarbrú. Umferð er stýrt með ljósum. Verkinu á að ljúka 14. nóvember.

Vaðlaheiðarvegur

Vaðlaheiðarvegur 832 er opinn að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga. Því er veginum lokað við Ytra Nesgil og öll umferð upp úr Fnjóskadal er bönnuð.

Hálendiskort

Sjá hér