Umferðarþjónusta - Tilkynning - 13.6.2018

Jón Hálfdán Jónasson 2018-06-13 16:00

Lokun

Lokað verður vegna viðhalds í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði.
Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður á nóttinni á virkum dögum, frá miðnætti  til kl. 7:00. Vinnan hefst á miðnætti þann 13 júní (aðfaranótt fimmtudags).
Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með 2-3 vikum. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Framkvæmdir á Höfuðborgarsvæðinu

Á miðvikudagskvöld og nótt 13.-14. júní er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Kringlumýrarbraut frá gatnamótum við Borgartún að gatnamótum við Miklubraut. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Byrjað verður að þrengja um eina akrein kl. 19:00, síðan verður götunni lokað kl. 20:00, hjáleiðir og viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur. Einnig er um beygjuakrein frá Sæbraut að Kringlumýrarbraut
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 19:00 til kl. 02:00.

Miðvikudaginn 13. júní og aðfaranótt fimmtudagsins 14. júní er stefnt að því að malbika Reykjanesbraut á 1200m kafla á mislægum gatnamót við Krýsuvíkurveg.  Slitlag  verður lagt á syðri akrein og - vegöxl á mánudagskvöld en norður akrein og – vegöxl kvöldið eftir. Umferð í átt til Reykjanesbæjar er að mestu óhindruð en umferð frá Reykjanesi mun aka hjáleið um Ásbraut í Vallarhverfi. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 19:00 og 05:30.

Þó verður lokað á rampa frá Reykjanesbraut  frá Reykjanesbæ í Vallarhverfi frá kl. 16:00

Fimmtudaginn 14. júní er stefnt að því að malbika aðra akrein á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Langatanga að hringtorgi við Baugshlíð. Þrengt verður um eina akrein, búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 19:30.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Akstursbann á hálendisvegum

Akstursbann er nú á fjölmörgum hálendisvegum og -slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Því miður ber talsvert á því að ökumenn virði ekki merkingar um þessar lokanir sem settar eru á til að hlífa bæði vegunum sjálfum og náttúrunni í kringum þá fyrir átroðningi og skemmdum sem auðveldlega verða á þessum árstíma. Því er rétt að árétta að það er lögbrot að fara inn á veg framhjá merkinu allur akstur bannaður. Sjá nánar hér

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum.