Umferðarþjónusta - Tilkynning - 13.2.2018

Magnús Ingi Jónsson 2018-02-13 17:58

Suðurlandsvegur

Suðurlandsvegur er lokaður vegna umferðarslyss rétt austan við Selfoss.

Áætlun um hugsanlegar lokanir v. óveðurs - Útgefið 13. feb. kl. 16:30

Gangi spár eftir, mun Vegagerðin lýsa yfir óvissustigi á Hringvegi frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði, frá því kl. 4 í fyrramálið og fram að hádegi. Miklar líkur eru á því að loka þurfi vegum á þessu tímabili.

Aðrar leiðir

Hellisheiði                         09:00                                      Vestfirðir         09:00

Mosfellsheiði                    09:00                                      Snæfellsnes    09:00

Kjalarnes                           07:00                                      Norðurland    11:00

Uppsveitir Árnessýslu     09:00                                      Austurland      09:00                           

Ábendingar frá veðurfræðingi 13. feb. kl. 15:10

Litur: Appelsínugulur

Í fyrramálið er spáð A og NA ofsaveðri á Suðurlandi frá Hvolsvelli austur í Öræfi. 20-30 m/s og hviður allt að 40-50 m/s ma. undir Eyjafjöllum.  Blotnar við þessar aðstæður og þá með flughálku.  Hvasst einnig og skafrenningur í fyrramálið  frá kl. 6 á Hellisheiði, uppsveitum. Suðurlands og á Kjalarnesi. 

Færð og aðstæður

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á nokkrum útvegum en þungfært á Kjósarskarðsvegi og í Landeyjum. 

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er Snjóþekja eða hálka er á vegum og éljagangur á stöku stað. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði og á Barðaströnd. Ófært er á Klettshálsi.

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni en flughálka á Mýrdalssandi. 


Súðavíkurhlíð

Snjóflóðahætta er möguleg í dag, þriðjudaginn 13. febrúar.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Í dag þriðjudaginn 13. feb. hafa  nokkur hreindýr verið  við veginn austast á Háreksstaðaleið.