Umferðarþjónusta - Tilkynning - 13.2.2018

Magnús Ingi Jónsson 2018-02-13 15:23

Súðavíkurhlíð

Snjóflóðahætta er möguleg í dag, þriðjudaginn 13. febrúar.

Lokanir á vegum

Lokað er á Öxnadalsheiði vegna veðurs. Reiknað er með að hægt verði að opna heiðina um miðjan dag. Hægt er að fara fyrir Tröllaskaga.

Einnig hefur veginum um Hólasand verið lokað.

Ábendingar frá veðurfræðingi 13. feb. kl. 15:10

Litur: Appelsínugulur

Í fyrramálið er spáð A og NA ofsaveðri á Suðurlandi frá Hvolsvelli austur í Öræfi. 20-30 m/s og hviður allt að 40-50 m/s ma. undir Eyjafjöllum.  Blotnar við þessar aðstæður og þá með flughálku.  Hvasst einnig og skafrenningur í fyrramálið  frá kl. 6 á Hellisheiði, uppsveitum. Suðurlands og á Kjalarnesi. 

Færð og aðstæður

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða snjókoma eða éljagangur. Þæfingsfærð er á nokkrum útvegum og þungfært í Landeyjum.

Snjóþekja eða hálka er á vegum á Vesturlandi og éljagangur á stöku stað.

Það er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Mikladal, Hálfdán og á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært innan Barðastrandar. Ófært er á Klettshálsi.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi, víða skafrenningur.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og víða skafrenningur. Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni en flughálka á Mýrdalssandi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Í dag þriðjudaginn 13. feb. hafa  nokkur hreindýr verið  við veginn austast á Háreksstaðaleið.