Umferðarþjónusta - Tilkynning - 12.1.2019

Sverrir Unnsteinsson 2019-01-12 15:27

Færð og aðstæður


Suðvesturland: Hálka og éljagangur er frá Sandskeiði uppá Hellisheiði og um Þrengslin, einnig á Mosfellsheiði og víðar. Hálkublettir og éljagangur um mest allt svæðið.

Vesturland: Krapi er á Mýrum og í Borgarfirði, frá Borgarnesi að Holtavörðuheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði, yfir Fróðárheiði og fyrir jökul sem og á Laxárdalsheiði en hálkublettir á nokkrum stöðum. Éljagangur víða, s.s. á Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og víðar.

Vestfirðir: Snjóþekja er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði, í utanverðu Ísafjarðardjúpi, á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp og þæfingur á Hrafnseyrarheiði. Víða hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum og sumsstaðar éljagangur. 

Norðurland: Hálka eða hálkublettir víðast hvar og einhver éljagangur. 

Norðausturland: Hálka og éljagangur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en hálka eða hálkublettir á flest öllum vegum á svæðinu. 

Austurland: Hálka er á Fjarðarheiði, í Jökuldal og milli Eiða og Unaóss og hálkublettir eru víða.

Suðausturland: Hálkublettir eru austan Jökulsárlóns og milli Reynisfjalls og Kirkjubæjarklausturs.

Suðurland: Krapi og éljagangur er austan Selfoss að Hvolsvelli og á útvegum þar á milli. Hálka og él eru í uppsveitum, m.a. á Biskupstungnabraut og í kringum Þingvelli og Laugarvatn en hálkublettir eru milli Hveragerðis og Selfoss og í Ölfusi. 

Vaðlaheiðargöng lokuð 12. janúar

í dag, laugardaginn 12. janúar verða Vaðlaheiðargöng lokuð fyrir umferð vegna opnunarhátíðar frá kl. 08:00 til kl. 18:00. Göngin verða opnuð með formlegum hætti og verður viðamikil dagskrá allan daginn af því tilefni. Sjá hér : https://www.vadlaheidi.is/is/frettir/formleg-vigsla-vadlaheidarganga-12-januar

Fjaðrárgljúfri lokað

Vakin er athygli á að Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka Fjaðrárgljúfri. Lokunin hefur nú þegar tekið gildi en verður endurskoðuð fyrir 23. janúar. Veðurfar hefur leitt til þess að svæðið liggur undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Ákvörðunin er tekin samkvæmt lögum um náttúruvernd.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi takmarkaður á nokkrum vegum á Vesturlandi og víða á Vestfjörðum. Sjá nánar