Umferðarþjónusta - Tilkynning - 12.1.2019

Ingibjörg Daníelsdóttir 2019-01-12 21:04

Færð og aðstæður


Suðvesturland: Hálkublettir eru m.a. á Hellisheiði og í Þrengslum, og éljagangur, en hálka á Mosfellsheiði og á köflum á Suðurnesjum.

Vesturland: Það er hálka allvíða í Borgarfirði, á Mýrum og á Snæfellsnesi en heldur minni hálka í Dölum. Sumstaðar éljar.

Vestfirðir: Víðast hvar nokkur hálka, snjóþekja eða krapi. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði.

Norðurland: Hálka víðast hvar en snjóþekja á útvegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi utan Fljóta, hvasst og blint.

Norðausturland: Víðast hvar hálka en sumstaðar snjóþekja og skafrenningur. 

Austurland: Hálka er á Jökuldal, Fagradal og milli Eiða og Unaóss en snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Einnig eru sumstaðar hálkublettir.

Suðausturland: Hálkublettir á köflum en víðast autt.

Suðurland: Hringvegurinn er auður austan Selfoss en annars eru víða hálkublettir og sumstaðar hálka eða krapi, einkum á fáfarnari vegum.

Fjaðrárgljúfur - lokað

Vakin er athygli á að Umhverfisstofnun hefur lokað Fjaðrárgljúfri en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi takmarkaður á nokkrum vegum á Vesturlandi og víða á Vestfjörðum. Sjá nánar