Umferðarþjónusta - Tilkynning - 12.1.2018

Jón Hálfdán Jónasson 2018-01-12 21:24

Ábendingar frá veðurfræðingi 12. janúar kl. 12:00

Litur: Gulur

Suðvestan- og vestanlands lægir síðdegis og léttir til. Hætt er við að glæraísing myndist nokkuð víða á blautum vegunum almennt suðvestan- og vestanlands í kvöld um leið og léttir til og vegyfirborðið kólnar. Lofthiti verður þá áfram yfir frostmarki á láglendi og að auki krapaél í kvöld.

Lokun

Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er lokaður vegna vatnaskemmda og verður vegurinn lokaður til morguns.

Færð og aðstæður

Á Suður- og Vesturlandi er hálka og hálkublettir.

Á  Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Víða er greiðfært á Norðurlandi en þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum og jafnvel hálka.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eitthvað um hálkubletti. Mjög hvasst er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Vegurinn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er lokaður vegna vatnaskemmda og verður vegurinn lokaður til morguns. Mikið vatn er víða fyrir austan t.a.m. í  Reyðarfirði og Norðfirði og getur vatn flætt yfir vegi og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát. Greiðfært er með suðurströndinni.

Hætta á grjóthruni

Hætta er á grjóthruni í Hvalnes-, Þvottár- og Kambaskriðum fram eftir degi í dag. Vegfarendur eru beðnir um að fara með ítrustu varúð þar um. 

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.