Umferðarþjónusta - Tilkynning - 11.10.2018

Sveinfríður Högnadóttir 2018-10-11 20:01

Færð

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á fjallvegum

Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Dettifossvegi. 

Framkvæmdir í Borgarfirði


Föstudaginn 12. október frá kl 08.00 til 18.00 verður malbikað plan við Hraunfossa/Barnafossa í Borgarfirði. Planinu verður lokað meðan á framkvæmd stendur. Hraði verður tekin niður framhjá framkvæmdasvæðinu

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Framkvæmdir

Unnið er í dag fimmtudaginn 11. okt frá kl. 09:30 og fram eftir degi við að endurnýja girðingar á miðeyju á Miklubraut milli Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar til vesturs.

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Hálendi

Hálendisvegir eru víða orðnir ófærir og vegfarendur eru beðnir um að hafa það í huga áður en farið er inn á hálendið.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Unnið er að breikkun og endurbótum á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum 2 km köflum. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Áætluð verklok eru 31. desember 2018 

Framkvæmdir við Esjumela

Á næstu vikum verður unnið að byggingu hringtorgs og undirganga fyrir gangandi auk vega- og stígagerðar á Esjumelum við Norðurgrafarveg og verður umferð um Vesturlandsveg beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst og eru ökumenn hvattir til að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér