Umferðarþjónusta - Tilkynning - 11.10.2018

Kolbrún Benediksdóttir 2018-10-11 12:45

Færð

Á Vesturlandi er krapi á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á fjallvegum

Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Dettifossvegi. Hálka er á Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Mjóafjarðarheiði.

Framkvæmdir

Unnið er í dag fimmtudaginn 11. okt frá kl. 09:30 og fram eftir degi við að endurnýja girðingar á miðeyju á Miklubraut milli Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar til vesturs.

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Hálendi

Hálendisvegir eru víða orðnir ófærir og vegfarendur eru beðnir um að hafa það í huga áður en farið er inn á hálendið.

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Unnið er að breikkun og endurbótum á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum 2 km köflum. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Áætluð verklok eru 31. desember 2018 

Framkvæmdir við Esjumela

Á næstu vikum verður unnið að byggingu hringtorgs og undirganga fyrir gangandi auk vega- og stígagerðar á Esjumelum við Norðurgrafarveg og verður umferð um Vesturlandsveg beint um hjáleið framhjá vinnusvæðinu. Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið er 50 km/klst og eru ökumenn hvattir til að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér