Umferðarþjónusta - Tilkynning

Jón Hálfdán Jónasson 2015-01-31 7:51

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Reykjanesbraut, Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja.

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum og sumstaðar éljagangur.

Hálka og hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Siglufjarðarvegur

Vegna óvenju mikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Lokun vegna eldsumbrota

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. Hægt er að sjá lokuð svæði hér.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.