Umferðarþjónusta - Tilkynning

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2014-10-21 14:48

Ábendingar frá veðurfræðingi

Víða um sunnan- og vestanvert landið þar sem komið er hægvirði kemur til með að
frysta við jörð fljótlega eftir að birtu bregður undir kvöld og myndast glerhálka þar
sem sólin hefur einnig náð að bræða snjó og bleyta vegina.

Færð

Það eru hálkublettir á Sandskeiði og Hellisheiði og eins víða á Suðurlandi. Hálka eða snjóþekja er á Suðurstrandavegi.

Hálka og snjóþekja er víðast hvar á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norðurlandi vestra er einnig hálka eða hálkublettir en snjóþekja á Þverárfjalli.  Snjóþekja og skafrenningur er í Víkurskarði og hálka eða  snjóþekja víðast hvar á norðausturströndinni. Snjóþekja og óveður er á Hálsum og Hófaskarði og hálka og skafrenningur á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Hálka og óveður er á Fjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Vatnsskarði eystra. Þungfært er á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær.

Greiðfært er á suðausturlandi, þó er óveður í Berufirði og Hamarsfirði.

Tafir á Álftanesvegi

Verið er að endurnýja slitlag á Álftanesvegi, á 600 metra kafla frá hringtorgi við Bessastaðaveg að Garðavegi, og má búast við talsverðri truflun á umferð á meðan.  Áætlað er að verkið standi út þessa viku. Vegfarendur eru hvattir til að fylgja merkingum og jafnframt er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að leiða.

Lokun vegna eldsumbrota

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. Hægt er að sjá lokuð svæði hér.


Framkvæmdir

Það er verið að endurbyggja göngu- og hjólastíg meðfram Álftanesvegi á um 1 km kafla, til suðurs frá hringtorgi við Bessastaðaveg. Gerður hefur verið göngustígur til bráðabirgða milli Fógetatorgs og Garðavegar en hjólandi umferð þarf að nota akbrautina á þessum kafla meðan á vinnunni stendur. Reiknað er með að verkinu ljúki 18. október. - Vegfarendur eru beðnir að sýna varúð og tillitsemi, og virða merkingar.

Akstur á hálendisvegum yfir veturinn

Hálendisvegir eru aðeins í þjónustu yfir sumarið og utan þess tíma er færð ekki könnuð. Á haustin þegar snjóað hefur til fjalla, eru vegirnir merktir ófærir í varúðarskyni þar sem miklar líkur eru á að færð hafi spillst. Yfir veturinn er akstur á hálendisvegum að jafnaði ekki óheimill, séu menn á nægilega stórum tækjum en aksturinn er á ábyrgð ökumanns. Mikilvægt er að fara ekki út í óþarfa tvísýnu og hafa í huga að víða er takmarkað símasamband.  Nú er akstur þó bannaður á ákveðnum vegum vegna eldsumbrotanna og eins er akstur á hálendisvegum bannaður á vorin þegar frost er að fara úr jörð, til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.