Umferðarþjónusta - Tilkynning

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2014-09-30 15:59


Færð

Hálkublettir eru á  Hálfdán og Hrafnseyrarheiði  en annars eru allar aðalleiðir á landinu greiðfærar.

Framkvæmdir

Göngu- og hjólastígur meðfram Álftanesvegi verður endurbyggður á um 1 km kafla til suðurs frá hringtorgi við Bessastaðaveg. Gerður verður göngustígur  til bráðabirgða milli Fógetatorgs og Garðavegar en hjólandi umferð þarf að nota akbrautina á þessum kafla meðan á framkvæmd stendur. Reiknað er með að verkinu ljúki 18. október.

Unnið er við að koma fyrir stálræsi/undirgöngum undir Hringveg á Hellisheiði á móts við gatnamótum inn á Gígahnúksveg. Umferðarhraði hefur verið tekinn niður í 50 km/klst í gegnum þetta svæði og er umferð hleypt um hjáleið. Áætlað er að þessu verki ljúki 4. október.

Lokun vegna eldsumbrota

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við

Hálendið

Enginn þjónusta er nú á hálendisvegum og víða ekkert vitað með ástand þeirra en reikna má með að færð hafi víða spillst. 

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.