Umferðarþjónusta - Tilkynning

Ingibjörg Daníelsdóttir 2014-09-21 8:38

Ábending frá veðurfræðingi

Með SA-hvassviðrinu með skilum sem fara austur yfir land í dag, má gera ráð fyrir byljóttum vindi á þekktum hviðustöðum vestanlands - allt að 30-35 m/s - einkum undir Hafnarfjalli, en einnig á utanverðu Kjalarnesi og staðbundið á norðanverðu Snæfellsnesi. Gengur ekki að fullu niður fyrr en eftir kl. 19-20 í kvöld.

Forecasted storm today:  Expected strong gusts up to  30-35 m/s on the main road between Reykjavík and Borgarnes.  Also at N-part of Snæfellsnes.

Framkvæmdir á Hellisheiði

Unnið er við að koma fyrir stálræsi/undirgöngum undir Hringveg á Hellisheiði á móts við gatnamótum inn á Gígahnúksveg. Umferðarhraði hefur verið tekinn niður í 50 km/klst í gegnum þetta svæði og er umferð hleypt um hjáleið. Áætlað er að þessu verki ljúki 4. október.

Lokun vegna eldsumbrota

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. Hægt er að sjá lokuð svæði hér.


Brú á Langjökulsvegi

Vegna vinnu við brúna á Geitá á Langjökulsvegi (nr. 551) er gert ráð fyrir að brúin verði lokuð  til 25. september.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.