Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kristinn Jónsson 2014-08-31 9:00

Ábendingar frá veðurfræðingi

Reiknað er með vindhviðum allt að 30-40 m/s undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli fram undir hádegi, en lægir síðan. Með hvassri SA-áttinni má einnig gera ráð fyrir vaxand sandfoki á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eins við Dettifoss. Gengur niður upp úr kl. 18 til 19.

Lokað !

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður. Hægt er að sjá þær hér.

Tafir

Í dag og næstu daga frá kl.10:00 til kl.23:00 verður unnið við framhjáhlaup á Kjalarnesi við Esjuberg. Búast má við minniháttar töfum á meðan vinna stendur yfir.

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Færð og aðstæður

Víða er unnið að viðhaldi á vegum, ekki síst endurnýjun á slitlagi. Vegfarendur eru beðnir að sýna varúð og tillitsemi í slíkum aðstæðum og virða merkingar.

Lokun  á Langjökulsvegi

Vegna vinnu við brúna á Geitá á Langjökulsvegi (nr. 551) er gert ráð fyrir að brúin verði lokuð frá 18. ágúst til 25. september vegna framkvæmda.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.