Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kristinn Jónsson 2014-08-29 8:27

Lokað !

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður. Hægt er að sjá þær hér.

Lokun

Vegurinn um Nesjavallaleið (435) verður lokaður í 6-8 klst. einhvern tíma á milli 06:00 og 22:30 föstudaginn 29. þessa mánaðar vegna kvikmyndatöku.

Framkvæmdir

Unnið verður að fræsun og malbikun á Miklubraut (Nesbraut) í dag föstudaginn 29. ágúst. Unnið verður á kaflanum "Frá Grensásvegi fram yfir frárein að Skeiðarvogi". Rampur að Skeiðarvegi lokast á meðan. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi frá 06:00 til 14:00.

Í dag föstudag 29. ágúst frá kl.10:15 til kl.15:00 verður unnið við hljóðmön á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ.
Búast má við minniháttar töfum þar sem hægri akrein á leið til norðurs verður þrengd þannig að umferðin mun fara eftir vinstri akrein.
Hámarkshraði um vinnusvæðið er tekin niður í 50/ klst.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar á vinnusvæðinu.

Tafir

Í dag og næstu daga frá kl.10:00 til kl.23:00 verður unnið við framhjáhlaup á Kjalarnesi við Esjuberg. Búast má við minniháttar töfum á meðan vinna stendur yfir.

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Færð og aðstæður

Víða er unnið að viðhaldi á vegum, ekki síst endurnýjun á slitlagi. Vegfarendur eru beðnir að sýna varúð og tillitsemi í slíkum aðstæðum og virða merkingar.

Lokun  á Langjökulsvegi

Vegna vinnu við brúna á Geitá á Langjökulsvegi (nr. 551) er gert ráð fyrir að brúin verði lokuð frá 18. ágúst til 25. september vegna framkvæmda.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.