Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kristinn Jónsson 2014-07-29 14:38

Öskjuleið (F-88) ófær

Vegna vatnavaxta er Öskjuleið ófær nema fyrir breytta jeppa, þeir sem eiga leið í Öskju að norðan er bent á að fara veg 910 (Austurleið)

Vinna á Miklubraut

Vegna vinnu við fræsingu og malbikun á Miklubraut (gatnamót við Lönguhlíð) , verður veginum lokað á meðan að framkvæmd stendur. Lokað verður á milli Kringlumýrabrautar og Bústaðavegar/Snorrabrautar. Hjáleiðir verða merktar. Gert er ráð fyrir að vinnan standi milli 19:30 og 4 í nótt.

Færð og aðstæður

Víða er unnið að viðhaldi á vegum, ekki síst endurnýjun á slitlagi. Vegfarendur eru beðnir að sýna varúð og tillitsemi í slíkum aðstæðum og virða merkingar.

Siglufjarðarvegur

Jarðsig hefur verið viðvarandi á Siglufjarðarvegi að undanförnu og skvompur eða brot geta myndast skyndilega. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát.

Lokun  á Langjökulsvegi frá 12. ágúst

Brúin á Geitá á Langjökulsvegi (nr. 551) verður lokuð frá 12. ágúst til 22. september vegna framkvæmda.


Vinna í Múlagöngum

Verið er að endurnýja rafkerfi í Múlagöngum og því má búast við umferðartöfum þar yfir daginn, milli kl. 8 og 18. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.


Sjá staðsetningu hreindýra hér.