Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kolbrún Benediksdóttir 2014-07-22 16:02

Færð og aðstæður

Vakin er athygli á að sunnanverður Kjalvegur (vegur 35) er í mjög slæmu ástandi og varla ökufær.

Víða er unnið að viðhaldi á vegum, ekki síst endurnýjun á slitlagi. Vegfarendur eru beðnir að sýna varúð og tillitsemi í slíkum aðstæðum og virða merkingar.

Siglufjarðarvegur

Jarðsig hefur verið viðvarandi á Siglufjarðarvegi að undanförnu og skvompur eða brot geta myndast skyndilega. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát.

Framkvæmdir

Unnið verður við fræsingu og malbikun á Hafnarfjarðarvegi miðvikudaginn 23. júlí frá kl: 05:00 til 16:00. Gert er ráð fyrir að hægri akrein verði lokuð við gatnamót Lækjarfit/Lyngás og Hafnarfjarðarvegar og að gatnamótum við Vífilstaðarveg í átt til Reykjavíkur, þegar líður á daginn verður vinstri akrein lokuð en umferð leyfð á hægri akrein. Hjáleiðar verða merktar og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar á vinnusvæðinu og sýna aðgát.

Þá verður líka tekin kafli við Vífilstaðarveg við gatnamót Reykjanesbrautar á þessum tíma.

Unnið er við malbikun í dag á suðurlandsvegi til austurs (frárein og aðrein) upp í Árbæ frá kl: 15:30 til 21:00. Gert er ráð fyrir að slaufum verði lokað á meða framkvæmdum stendur. Hjáleiðar verða merktar og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar á vinnusvæðinu og sýna aðgát.


Verið er að setja upp gönguljós á gatnamótum Fjarðarhrauns og Hjallahrauns í Hafnarfirði og eru vegfarendur beðnir að virða merkingar og sýna aðgát.

Múlakvísl

Þar sem unnið er við nýja brú yfir Múlakvísl austan við Vík í Mýrdal er umferð beint um hjáleiðir á vinnusvæðinu. Vegfarendur er beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.

Vinna í Múlagöngum

Verið er að endurnýja rafkerfi í Múlagöngum og því má búast við umferðartöfum þar yfir daginn, milli kl. 8 og 18. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.


Sjá staðsetningu hreindýra hér.