Umferðarþjónusta - Tilkynning

Ingibjörg Daníelsdóttir 2014-04-24 8:50

Færð og aðstæður

Greiðfært er um flesta vegi á landinu.

Nú er búið að opna veginn yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þar eru hálkublettir. Ekki er þó orðið fært um Trostansfjörð.

Unnið er að mokstri á Öxi og er hún orðin fær fjórhjóladrifsbílum.

Akstursbann á hálendinu

Meðan frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er í gildi. Sjá nánar hér

Múlakvísl

Vegagerðin vinnur að byggingu nýrrar brúar yfir Múlakvísl austan við Vík í Mýrdal.
Vegna framkvæmdanna verður umferð beint um hjáleið. Vegfarendur er beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.

Þungatakmarkanir

Vegna aurbleytu og/eða hættu á slitlagsskemmdum þarf að takmarka ásþunga á fáeinum vegum. Frekari upplýsingar má sjá með að því að smella hér eða í síma 1777.

Vinna í Múlagöngum

Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Sjá staðsetningu hreindýra hér.