Umferðarþjónusta - Tilkynning

Jón Hálfdán Jónasson 2016-02-10 21:53

Ábending frá veðurfræðingi

Það er reiknað með vaxandi snjókomu suðaustanlands og víða bleytusnjó sem aftur veldur hálku á vegum.  Einkum á þetta við um þjóðveginn frá Vík og austur fyrir Höfn. Austan strekkingur og því nokkuð blint á köflum þegar líður á daginn.

Lokað

Lokað er á Breiðamerkursandi.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Sandsskeiði og í Þrengslum en Hringvegurinn er auður á Suðurlandi en nokkur hálka er þar á öðrum vegum.

Hálka er á Vesturlandi og Vestfjörðum en sumstaðar er snjóþekja og skafrenningur.

Það éljar eða snjóar á Norðurlandi og þar er snjóþekja eða hálka víðast hvar. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Á  Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra, annars er snjóþekja og hálka víða á vegum og snjókoma. Þæfingur er á Hróarstunguvegi.

Með ströndinni suðaustanlands er hálka, snjóþekja, snjókoma,þæfingsfærð og stórhríð en lokað er á Breiðamerkursandi.

Umferðartafir í Strákagöngum

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00 til 18:00. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.