Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kolbrún Benediksdóttir 2015-11-30 10:26

Ábendingar frá veðurfræðingi.

Skaplegt veður víðast hvar á landinu í dag, minnkandi vindur, en sums staðar él. Sjónir manna beinast að skilum með snjókomu sem nálgast úr suðvestri í nótt.  Samkvæmt nýjum spám frá í morgun er gert ráð fyrir að stormur verði með skafbyl þegar upp úr kl. 6 í fyrramálið.  Takmarkað skyggni og hætt er við að færð geti spillst víða um vestanvert landið.  Nú er útlit fyrir að skilin komist vel inn á land og þá lægir með vægri þíðu fljótlega um og upp úr hádegi. 

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir og sumstaðar snjóþekja er á vegum á Suður- og Suðvesturlandi.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja. Ófært er frá Drangsnesi norður í Árneshrepp. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði verða opnaðar í dag og verða opnar upp úr hádegi.

Á Norður- og Austurlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur. Búið er að opna Ólafsfjarðarmúla en vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát þar sem en er snjóflóðahætta, mokstur er hafinn á Siglufjarðarvegi.

Hálka og hálkublettir eru á Suðausturlandi.

Umferðartafir í Strákagöngum

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum
þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 í nóvember og til 22. desember.

Vinna á Reykjanesbraut

Opnað hefur verið fyrir umferð um nýtt hringtorg á Reykjanesbraut við Fitjar. Vegna frágangsvinnu er umferðarhraði takmarkaður við 50 km/klst á vinnusvæðinu.

Vinna við undirgöng í Mosfellsbæ

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er hraði þar tekinn niður í 50 km/klst.  

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem vinna við vegsvæði veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.