Umferðarþjónusta - Tilkynning

Ingibjörg Daníelsdóttir 2015-11-25 19:28

Ábendingar frá veðurfræðingi

Miðvikudag 25. nóvember kl. 11:45

Spáð er enn einni hitasveiflunni á landinu, þar sem veður fer nú hlýnandi síðar í dag
með vaxandi S-átt. Þessu getur fylgt staðbundin flughálka, einkum á landinu
norðanverðu þar sem þjappaður snjór er fyrir á vegum. Sennilega mun snjóa á
fjallvegum á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi síðdegis og í kvöld áður en þar
hlánar líkt og víðast á láglendi.

Færð og aðstæður

Vegir á Suðurlandi eru víðast greiðfærir þótt einhver hálka sé á fáeinum vegum í uppsveitum.

Það er hvassviðri og hálka á Holtavörðuheiði. Hálka er einnig á Fróðárheiði, Laxárdalsheiði og Svínadal. Annars er víða autt á láglendi á Vesturlandi eða aðeins í hálkublettum.

Það hefur éljað á Vestfjörðum og þar er snjóþekja eða hálka víðast hvar.

Hálka er á flestum vegum á Norðurlandi og sumstaðar éljagangur.

Nokkur hálka er einnig á velflestum vegum á Austurlandi en þó greiðfært með ströndinni suður úr.

Umferðartafir á Miklubraut.

Vegna vinnu við uppsetningu á vegriði á Miklubraut, á kaflanum frá mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar að Grensársvegi, verða smávegis umferðartafir þar næstu daga frá kl. 09:00 til kl.16:00. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Umferðartafir í Strákagöngum

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum
þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 í nóvember og til 22. desember.

Vinna á Reykjanesbraut

Vegna framkvæmda við hringtorg á Reykjanesbraut er lokað fyrir umferð um Stekk. Umferðarhraði á vinnusvæðinu er 50 km/klst. Vegfarendum er bent á að nota mislæg gatnamót í Innri-Njarðvík eða hringtorg við Grænás.  Áætlað er að framkvæmdum ljúki í lok nóvember.

Vinna við undirgöng í Mosfellsbæ

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er hraði þar tekinn niður í 50 km/klst.  

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem vinna við vegsvæði veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.