Umferðarþjónusta - Tilkynning

Jón Hálfdán Jónasson 2015-03-01 21:54

Færð og aðstæður

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og Sandskeiði en hálkublettir í Þrengslum og hálka á Lyngdalsheiði. Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er við Vík.

Á Vesturlandi er mikið autt á láglendi eða aðeins með hálkublettum en hálka er hins vegar á flestum fjallvegum og sumstaðar skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku.

Hálka og snjóþekja er á vegum bæði á Vestfjörðum og Norðurlandi, og sumstaðar einhver ofankoma eða renningur. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Gemlufallsheiði sem og á Klettshálsi og Innstrandavegi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á öðrum fjallvegum og í Súgandafirði.

Á Austurlandi er víðast nokkur hálka eða snjóþekja. Með suðausturströndinni er að mestu greiðfært frá Hvalnesi að Öræfum en annars hálka eða hálkublettir og sumstaðar éljagangur.

Lokun vegna eldsumbrota

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. Hægt er að sjá lokuð svæði hér.