Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-701
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
F F16.11 Vegnúmer


Reglugerð um umferðarmerki:
Vegnúmer

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið sýnir númer viðkomandi vegar.

Merkið skal setja upp við alla stofn- og tengivegi nema vegi styttri en 5 km þar sem vegnúmer er á vegvísi út á viðkomandi veg.

Vegamót:
Merkið skal sett upp 500-1000 m frá vegamótum fyrir umferð frá vegamótunum. Ef tvö eða fleiri vegamót við þjóðvegi eru á 3 km kafla eða styttra skal merkja þau eins og um ein vegamót væri að ræða, þ.e. með merki út frá vegamótum í enda kaflans en merkjum á milli þeirra sleppt.
Merkið skal einnig nota áður en komið er að vegamótum við þjóðvegi í 500-1000 m fjarlægð ef lengd frá síðasta vegnúmeri er á bilinu 20-30 km.

Langir kaflar án vegamóta:
Merkið skal sett upp fyrir báðar akstursstefnur með um 15 km millibili ef fjarlægð frá síðasta vegnúmeri er meiri en 30 km.

Notkun samhliða öðrum merkjum:
Setja skal vegnúmer með aðalbrautarmerkjum D03.11 og aðalbraut endar D03.21 . Einnig með B26 þar sem það á við, sjá reglur um merkingar aðalbrauta og hraðamerkingar.
Að jafnaði skal fella vegnúmer F16.11 inn í öll F leiðamerki þar sem vísað er á vegi með númeri.