Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/30/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B26.xx Sérstök takmörkun hámarkshraða

Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Merki þetta ber að nota til að sýna leyfðan hámarkshraða ökutækja í km á klst. Þegar hraðamörk varða eingöngu ökutæki með ákveðinni leyfðri heildarþyngd skal það tilgreint á undirmerki J16.xx. Merkið gildir í akstursstefnu á þeim vegi sem það er sett við eða þar til önnur hraðamörk eru gefin til kynna með nýju merki B26.xx eða merki B27 , B28 , D12.11 , D12.21 eða D14.11 . Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B26.60.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:

Ef annar hámarkshraði en 90 km/klst, á vegum með bundnu slitlagi og 80 km/klst, á malarvegum, gildir eftir að komið er fram hjá D12.21 skal gefa hann upp með bannmerki B26 þar sem leyfður hraði er tiltekinn.. Bannmerkið skal setja upp 200-500 m utan við D12.21.

Sjá nánar reglur um hraðamerkingar.

Þegar hraðamörk varða eingöngu ökutæki með ákveðinni heildarþyngd eða gerð skal það tilgreint með táknmynd á undirmerki J16.xx.


Ef hraðatakmörkun er á innan við 500 m löngu svæði má tákna það með undirmerki J02.11 og sleppa merki með takmörkun lokið, B27 .

Æskilegt er að lækkun á hraðatakmörkun gerist í 20-30 km/klst áföngum. Fyrsta merki skal vera í 300 m fjarlægð frá þeim kafla er merkið höfðar til og fjarlægð milli hraðatakmörkunarmerkja í hverjum áfanga eftir það sé 100 - 200 m eftir aðstæðum hverju sinni.


Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Ef annar hámarkshraði en 50 km/klst gildir skal gefa hann upp með bannmerki B26 eða B28 þar sem leyfður hraði er tiltekinn.


Vinnureglur um notkun á vinnusvæðum.:
Nota má venjulega hraðamerki, B26 , í stað B27 merkja.

Sjá nánar skýringarmyndir í reglum um merkingar vinnusvæða.