Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-572
Útgáfudagur:10/17/2012
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B03.36 Akstur ökutækja með hættulegan farm bannaður

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað þar sem nauðsynlegt er að banna eða takmarka umferð með hættulegan farm, t.d. sprengiefni, bensín eða annað eldsneyti. Þetta getur t.d. átt við í jarðgöngum.

Vinnureglur um notkun:
Ef bannið tekur til tiltekins tíma úr sólarhring skal gefa þann tíma upp á undirmerki J06.11

Nánar sjá:
Reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi ásamt síðari breytingum (síðari breytingar aftan við reglugerð).