Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-419
Útgáfudagur:02/29/2024
Útgáfa:5.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
200 202 Biðskylda


202
202 Biðskylda.

Merki þetta gefur til kynna að ökumanni beri að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.

Þar sem merkið stendur með undirmerki 802.1 Fjarlægð er varað við biðskyldu framundan.

Þar sem merkið stendur með undirmerki 824 Stöðvunarskylda framundan er varað við stöðvunarskyldu framundan.


Eldri reglur

A06.11 Biðskylda

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta ber að nota við vegamót þar sem ökumönnum ber að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.

Ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við að framundan sé bið- eða stöðvunarskylda, má setja merkið upp áður en komið er að vegamótum. Þá er notað undirmerki til að tilgreina fjarlægð, J01.11 fyrir biðskyldu en J42.11 fyrir stöðvunarskyldu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Setja skal upp A06.11 biðskyldumerki við vegi sem tengjast aðalbraut samkvæmt eftirfarandi:
  • þjóðvegi sem tengjast aðalbrautum
  • skýrt afmarkaða afleggjara að húsum/býlum í byggð
  • skýrt afmarkaða afleggjara við:
    • orlofshús, 3 eða fleiri
    • skóla
    • stærri kirkjur
    • malarnámur með mikla umferð
    • félagsheimili
    • skíðaskála
Nánar: sjá reglur um merkingar aðalbrauta.

Að jafnaði skal vera 2 - 8 m fjarlægð frá biðskyldumerki að vegkanti vegar með aðalbrautarétt en biðskyldu skal þó aldrei staðsetja innan hliðs / girðingar.



Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Í þéttbýli má setja biðskyldu á götu án þess að sú gata sem á réttinn sé aðalbraut.
A06.11 skal staðsetja sem næst biðskyldulínu.
A06.11 má setja beggja megin vegar ef þurfa þykir.